Nokkrir af fjölmiðlum landsbyggðarinnar. Ljósm. úr safni.

Staðbundir fjölmiðar fá styrk

Mennta- og menningarmálaráðherra ákvað 1. september sl. að veita staðbundnum fjölmiðlum utan höfuðborgarsvæðisins styrk úr byggðaáætlun. Samkvæmt tilkynningu er gert ráð fyrir að veita árlega 5 milljónum kr. til að efla staðbundna fjölmiðla, samtals 25 milljónum kr. á fimm árum. „Staðbundnir fjölmiðlar tryggja aðgengi almennings að upplýsingum um samfélagsmál í sínu nærumhverfi og styðja þannig við lýðræðisþátttöku og menningarstarf með mikilvægum hætti,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Auglýst var eftir styrkjum í júlí og bárust alls 11 umsóknir og hlýtur því hver fjölmiðill 455 þúsund krónur í styrk. Þeir eru: Ásprent Stíll, Björt útgáfa, Eyjasýn, N4, Prentmet Oddi, Skessuhorn, Steinprent, Tunnan prentþjónusta, Úr vör, Útgáfufélag Austurlands og Víkurfréttir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir