Hringskonurnar Elín Nóadóttir, Inga Marta Jónasdóttir og Hrefna Smith seldu prjónavörur til styrktar Barnaspítala Hringsins. Ljósm. arg.

Hringskonur geta ekki haldið basar og ferðast því um landið

Hringskonur úr Reykjavík voru í lok síðustu viku að selja prjónavörur fyrir framan Geirabakarí og Bónus í Borgarnesi. „Í ljósi aðstæðna í samfélaginu getum við ekki haldið basar eins og venjulega svo við höfum verið að finna aðra leið til að safna peningum fyrir Barnaspítala Hringsins, en allur ágóði af sölu okkar rennur þangað,“ sögðu þær þegar blaðamaður Skessuhorns kíkti á þær. „Það er mikilvægt að hafa barnaspítalann í lagi,“ bæta þær við.

Líkar þetta

Fleiri fréttir