Frá skimun við sjúkrabílastöðina á Akranesi síðastliðið vor. Ljósm. úr safni/ kgk.

Fimm smit á Vesturlandi en fækkar í einangrun

Fimm ný Covid-19 smit greindust á Vesturlandi í gær, fjögur á Akranesi og eitt í Grundarfirði, skv. tölum sem Lögreglan á Vesturlandi birti rétt í þessu. Engu að síður fækkar í einangrun í landshlutanum, því sex manns luku einangrun í Stykkishólmi. Í dag eru 21 í einangrun með Covid-19 á Vesturlandi; tólf Akranesi, fjórir í Stykkishólmi, fjórir í Grundarfirði og einn í Borgarnesi.

Einstaklingum sem þurfa að sæta sóttkví fjölgar nokkuð milli daga, eins og búast má við þegar ný smit koma upp. Í dag eru 64 í sóttkví í landshlutanum, en voru 43 í gær. Flestir eru í sóttkví á Akranesi eða 50, níu í Borgarnesi, tveir í Stykkishólmi, tveir í Grundarfirði og einn í Búðardal.

Líkar þetta

Fleiri fréttir