Snjallmenni tekið í notkun hjá Þjóðskrá Íslands

Þjóðskrá Íslands hefur tekið í notkun snjallmenni í netspjalli á vef stofnunarinnar www.skra.is. Snjallmennið getur svarað ýmsum spurningum um starfsemi Þjóðskrár Íslands og bent viðskiptavinum á gagnlegar slóðir. Þessi nýjung er viðbót við þjónustuver Þjóðskrár og er ætlað að flýta og bæta þjónustu við viðskiptavini með aukinni sjálfvirkni.

Hægt er að fá samband við ráðgjafa í þjónustuveri milli klukkan 9 og 15 alla virka daga ef snjallmennið getur ekki svarað spurningum viðskiptavina. Utan opnunartíma tekur snjallmennið við fyrirspurnum og svarar eftir fremstu getu en annars tekur það við skilaboðum sem bíða afgreiðslu næsta virka dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir