Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ljósm. úr safni.

Níutíu og fjögur innanlandssmit

Alls greindust 94 með kórónaveiruna innanlands í gær. Af þeim voru fjörtíu í sóttkví. Auk þess greindust átta manns við landamærin. Í dag liggja 23 á Landspítalanum með Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. Alls hafa greinst 280 ný smit undanfarna þrjá daga, langflest á höfuðborgarsvæðinu.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna nú rétt í þessu að daglegur fjöldi smitaðra væri nokkuð stöðugur og að hann vonaðist til að hann færi ekki mikið upp á við, því það gæti hreinlega keyrt heilbrigðiskerfið í kaf. Hann minnti jafnframt á að það tæki eina til tvær vikur að sjá árangur af aðgerðum og því gæti fjöldinn haldist svona næstu daga. Jafnframt hvatti Þórólfur fólk til að hitta aðeins sína nánustu, huga að eigin sóttvörnum og nota grímu ef það þarf að vera í nánum samskiptum við fólk.

Líkar þetta

Fleiri fréttir