Landbúnaðarnemar fordæma orð ráðherra

Stjórn Nemendafélags Landbúnaðarháskóla Íslands fordæmir orð Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem hann hafði upp á þingi þriðjudaginn 6. október síðastliðinn. Þykir stjórninni að þar hafi ráðherra talað niður til bændastéttarinnar í heild, með því að segja að það væri lífsstíll að vera sauðfjárbóndi fremur en spurning um afkomu. „Það er skrýtið að okkur sé sagt að við séum að mennta okkur til að lifa ákveðnum lífsstíl en ekki til þess að hafa lifibrauð af því sem við menntum okkur til. Landbúnaður er ein af grunnstoðum þjóðarinnar og bændur eiga ekki að þurfa að vinna utan bús. Það er alveg eins og ef alþingismenn þyrftu að vinna með þingmannsstarfinu til að hafa í sig og á. Það þætti skrýtið,“ segir í yfirlýsingu stjórnar nemendafélags LbhÍ. „Við, sem stefnum að því að verða bændur framtíðarinnar, viljum geta haldið uppi fæðuöryggi þjóðarinnar og lifað á mannsæmandi kjörum við það,“ segir í yfirlýsingunni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir