Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður FG, Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari og Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarnasviðs SÍS, við undirritun samningsins. Ljósm. Kennarasamband Íslands.

Grunnskólakennarar sömdu

Skrifað var undir nýjan kjarasamning Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga á ellefta tímanum í gærkveldi. Undirritun fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara. Nýr kjarasamningur grunnskólakennara er í samræmi við lífskjarasamningana, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Kennarasambands Íslands. Gildir samningurinn til ársloka 2021.

Næstu daga verður samningurinn kynntur fyrir félagsmönnum Félags grunnskólakennara og að því búnu verður kosið um hann. Niðurstöðu kosningarinnar er að vænta fyrir 23. október næstkomandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir