Bíllinn utan vegar skammt frá bænum Saurum í Dölum. Ljósm. hj

Flutningabíll út af sunnan við Búðardal

Gámaflutningabíll fulllestaður af þaramjöli á leið til Reykjavíkur fór út af Vestfjarðavegi við bæinn Saura í Dölum um klukkan 11 í morgun.  Að sögn bílstjórans blindaðist hann af sólinni.  Ekki urðu slys á á fólki og bifreiðin er lítið skemmd, að sögn Lögreglunnar á Vesturlandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir