Sýnataka vegna Covid-19. Ljósm. kgk.

Fjölgar um einn í einangrun

Í dag, fimmtudaginn 8. október, eru 22 í einangrun með Covid-19 á Vesturlandi, skv. tölum sem lögregluembætti landshlutans birti nú í hádeginu. Er það fjölgun um einn frá því í gær.

Tíu eru í einangrun á starfssvæði heilsugæslunnar í Stykkishólmi, átta á Akranesi, þrír í Grundarfirði og einn í Borgarnesi.

Alls eru 43 í sóttkví í landshlutanum, einum færri en í gær. Flestir á Akranesi eða 30 manns, átta í Borgarnesi, fjórir í Grundarfirði og einn í Búðardal.

Líkar þetta

Fleiri fréttir