Fimm vilja stýra Auðarskóla

Fimm umsóknir bárust um starf skólastjóra Auðarskóla, en starfið var auglýst laust til umsóknar í september síðastliðnum. Þeir sem sóttu um eru: Ari J. Sigurðsson, Elsa Í. Arnórsdóttir, Haraldur Haraldsson, Herdís E. Gunnarsdóttir og Sigríður Aðalsteinsdóttir. Úrvinnsla umsókna er hafin, að því er fram kemur í fundargerð frá síðasta fundi byggðarráðs Dalabyggðar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir