Fé rekið til réttar í Dölum. Ljósm. úr safni/ sm.

Vilja afurðaverð næsta árs birt fyrir áramót

Vandi sauðfjárbænda var til umræðu á síðasta fundi byggðarráðs Dalabyggðar. Þar kemur fram að sveitarstjórnir Dalabyggðar, Strandabyggðar og Reykhólahrepps, auk byggðarráðs Húnaþings vestra, lýsi yfir þungum áhyggjum af lágu afurðaverði til sauðfjárbænda og seinagangi við birtingu afurðaverðs nú í haust.

Rifjuð er upp samantekt Landssamtaka sauðfjárbænda sem leiddi í ljós að afurðaverð til íslenskra sauðfjárbænda á síðasta ári var það lægsta í Evrópu. „Miðað við nýbirtar verðskrár 2020 er vegið meðalverð 502 kr./kg. Hefði afurðaferð fylgt almennri verðlagsþróun frá 2014 ætti það að vera 690 kr./kg. Því vantar enn tæpar 200 kr./kg. upp á að afurðastöðvaverð fylgi verðlagsþróun,“ segir í fundargerðinni. „Líkt og í öðrum rekstri er mikilvægt að sauðfjárbændur fái viðunandi ferð fyrir sína vöru og hafi þannig forsendur til áætlanagerðar og ákvarðanatöku. Því er skorað á afurðastöðvarnar að gefa út afurðaverð ársins 2021 fyrir komandi áramót,“ segir í fundargerðinni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir