Talinn hafa brotið sóttkví

Íbúi á Vesturlandi er grunaður um að hafa brotið reglur um sóttkví síðastliðinn laugardag, þegar hann fór til Mosfellsbæjar og keypti sér mat á matsölustað. Málið var kannað og fengnar upplýsingar frá matsölustaðnum. Maðurinn viðurkenndi að hafa farið á matsölustaðinn í umrætt skipti. Málið er til rannsóknar og maðurinn gæti átt yfir höfði sér fjársekt vegna brota á reglum um sóttkví, að sögn lögreglu. Þá hefur lögreglu borist tilkynning um hugsanlegt brot á einangrun, en engin niðurstaða fékkst í það mál, að sögn lögreglu. Framundan er eftirlit með sóttvörnum í verslunum í landshlutanum, í ljósi hertra aðgerða. Nú þurfa verslanir að fara að telja inn í búðirnar að nýju og er skylt að útbúa aðstöðu þar sem fólk getur sprittað hendur sínar, að sögn lögreglu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir