Vigfús á gröfunni. Ljósm. þa.

Hreinsað út úr Rifsósi

Við Rifsós á Snæfellsnesi er nú grafa að störfum. Þar er að verki Vigfús hjá B.Vigfússyni ehf. að ræsa út efsta ósinn. Þetta verk þarf reglulega að vinna vegna sands sem berst í farveginn. Nú var komið svo mikið af sandi að nánast ekkert rennsli var úr ósnum. Þegar verið var að ræsa út farveginn kom í ljós hluti af bátsskrokk sem grafist hefur í sandinn við ræsið. Er sennilega um að ræða brot af skrokk Bervíkurinnar, sem fórst út af Rifi, eða Dritvíkinni sem brann á Breiðafirði og sökk á þessum slóðum. Hluti af þessum skipsflökum er í fjörunni milli Rifs og Ólafsvíkur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir