Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Ljósm. Stjórnarráðið.

Hertar aðgerðir í höfuðborginni

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um hertar sóttvarnaraðgerðir á höfuðborgarsvæðinu; í Reykjavík , Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Kjósarhreppi, Hafnarfjarðarkaupstað, Garðabæ og Kópavogi. Í þessum sveitarfélögum tóku hertar aðgerðir gildi á miðnætti og gilda því frá og með deginum í dag. Áformað er, skv. minnisblaði sóttvarnalæknis, að þær gildi í tvær til þrjár vikur. Ráðstafanir haldast óbreyttar annars staðar á landinu.

 

Helstu takmarkanir á hofuðborgarsvæðinu eru:

Tveggja metra nálægðarmörk, sem eiga einnig við í skólum, að undanskildum börnum fæddum 2005 og síðar.

Starfsemi og þjónusta sem krefst snertingar eða mikillar nándar er óheimil. Nær það til dæmis til hárgreiðslustofa, snyrtistofa, nuddstofa og annarrar sambærilegrar starfsemi.

Grímuskylda í verslunum ef ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna.

Sund- og baðstöðum verður lokað.

Íþróttir og líkamsrækt innandyra, sem krefst snertingar eða ef hætta er á snertingu milli fólks, mikilli nálægð eða notkun sameiginlegs búnaðar, er óheimil.

Gestafjöldi sviðslistaviðburða, s.s. leik- eða kvikmyndasýninga og tónleika, takmarkast við 20 manns. Gestir skulu bera grímu og sitja í merktum sætum

Opnunartími veitingastaða skal að hámarki vera til kl. 21:00. Krár og skemmtistaðir skulu vera lokaðir.

 

Börn fædd 2005 og síðar

Þrátt fyrir lokun sundstaða er heimilt að halda úti skólasundi fyrir þennan haldurshóp. Íþrótta- og æskulýðsstarfsemi og tómstundir fyrir börn fædd 2005 og síðar er heimil, en keppnisviðburðir, þar sem hætta er á blöndun hópa umfram hefðbundnar æfingar eru óheimilir. Eins og áður gilda nálægðar- og fjöldamörk ekki um börn fædd 2005 og síðar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir