Ljósm. úr safni/ glh.

Fækkar í einangrun á Vesturlandi

Í dag, miðvikudaginn 7. október, er 21 í einangrun með Covid-19 á Vesturlandi, skv. tölum sem Lögreglan á Vesturlandi birti nú skömmu eftir hádegi. Hafa tveir lokið einangrun í gær, báðir í Stykkishólmi, en voru þá samtals 23 í landshlutanum.

Eins og staðan er í dag eru tíu í einangrun í Stykkishólmi, sjö á Akranesi, þrír í Grundarfirði og einn í Borgarnesi.

Alls eru 44 í sóttkví í landshlutanum; 30 á Akranesi, níu í Borgarnesi, fjórir í Grundarfirði og einn í Búðardal. Enginn er í sóttkví í Stykkishólmi eða Ólafsvík.

Líkar þetta

Fleiri fréttir