Ástandið í þjóðfélaginu kallar á sveigjanleika háskóla

Námsgluggi opnaður á Bifröst 19. október

Háskólinn á Bifröst tekur samfélagslega ábyrgð og gefur fólki kost á því að hefja nám í svonefndum Námsglugga á seinni hluta haustannar. „Þetta eru viðbrögð skólans við atvinnuástandinu sem skapast hefur vegna kórónuveirufaraldursins. Stjórnendur skólans líta svo á að greiður aðgangur að háskólanámi geti skipt sköpum fyrir fólk sem misst hefur vinnu,“ segir í tilkynningu frá skólanum.

Seinni lota haustannar hefst mánudaginn 19. október og býðst nemendum að skrá sig í stök námskeið gegnum símenntunarmiðstöð skólans. Um er að ræða námskeið bæði í grunnnámi og meistaranámi skólans og eru öll námskeiðin einingabær.

Þátttakendur í námskeiðunum þurfa að uppfylla aðgangsviðmið háskóla en hugsunin er sú að þátttaka í námskeiði geti orðið fyrsta varðan í háskólanámi viðkomandi á Bifröst. Strax um áramót geta nemar svo sótt um formlega skólavist á Bifröst og verða námskeiðin þá metin inn í námsferil viðkomandi nema. Þátttaka í námskeiði verður þannig eins og nokkurs konar gluggi þar sem fólki er gert kleift að hefja háskólanám með stuttum fyrirvara á miðri önn. Þeir nemendur sem ekki hefja formlegt nám við Háskólann á Bifröst fá skjal sem staðfestir þátttöku í viðkomandi námskeiði.

Boðið verður upp á eftirfarandi námskeið í Námsglugganum seinni hluta haustannar 2020:

Grunnnám í félagsvísinda- og lagadeild

Íslensk stjórnmál 6 ECTS einingar. Kennari Eiríkur Bergmann prófessor.

Skapandi skrif og sala hugmynda. 6 ECTS einingar. Kennari Ingibjörg Rósa Björnsdóttir.

Upplýsingatækni 4 ECTS einingar. Kennari Jón Freyr Jóhannsson lektor.

Grunnnám í viðskiptadeild

Upplýsingatækni 4 ECTS einingar. Kennari Jón Freyr Jóhannsson lektor.

Framsækni – örugg tjáning 2 ECTS einingar. Kennari Sirry Arnardóttir

Markaðsfræði 1. 6. ECTS einingar. Kennari Ragnar Már Vilhjálmsson

Þjónustustjórnun. 6 ECTS einingar. Kennari Brynjar Þór Þorsteinsson lektor

Vinnusálfræði. 6 ETCS einingar. Kennari Arney Einarsdóttir dósent

Meistaranám í félagsvísinda- og lagadeild

Húmor og jafnrétti í stjórnun. 6 ECTS einingar.  Kennarar Sigrún Lilja Einarsdóttir dósent og Edda Björgvinsdóttir.

Menning, markaður og miðlun. 6 ECTS einingar. Kennari Vilborg Soffía Kristinsdóttir.

Áætlanagerð og verkefnastjórnun. 6 ECTS einingar. Kennari Þórunn Sigurðardóttir.

Meistaranám í viðskiptadeild

Alþjóðleg markaðsfræði. 6 ECTS einingar. Kennari Ragnar Már Vilhjálmsson.

Vinnuréttur. 6 ECTS einingar. Kennari Elín Blöndal.

„Nánari upplýsingar og námskeiðslýsingar er að finna í náms- kennsluskrá Háskólans á Bifröst:

https://www.bifrost.is/namid/simenntun/namsgluggi

 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir