Talsverð hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna

Mikil hreyfing er á fylgi stjórnmálaflokkanna nú þegar um það bil ár er í næstu kosningar. Samkvæmt nýrri könnun sem Maskína vann fengi Sjálfstæðisflokkurinn tæplega 23% atkvæða ef kosið væri nú, Samfylkingin næstum 18, Píratar tæplega 16%, Viðreisn 14, VG rúmlega 10%, Framsóknarflokkurinn tæplega 8% og Miðflokkur og Flokkur fólksins milli 5 og 6 prósentustig.

Svarendur í könnun Maskínu voru 879 talsins og koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. „Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá og endurspegla því þjóðina prýðilega. Könnunin fór fram dagana 24.-28. september sl, segir í frétt Maskínu.

Sjá nánar heimasíðu Maskínu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir