Ljósm. úr safni/ glh.

Smituðum fækkar á Vesturlandi

Nú eru 23 í einangrun á Vesturlandi með Covid-19 sjúkdóminn, skv. nýjum tölum frá Lögreglunni á Vesturlandi. Hafa þrír í landshlutanum lokið einangrun frá því fyrir helgi. Flestir eru í einangrun í Stykkishólmi eða tólf, sjö á Akranesi, þrír í Grundarfirði og einn í Borgarnesi. Enginn er í einangrun á starfssvæði heilsugæslustöðvanna í Búðardal og Ólafsvík.

Samtals eru 37 í sóttkví í landshlutanum í dag, sjö fleiri en fyrir helgi. Flestir sæta sóttkví á Akranesi, eða 23, en átta eru í sóttkví í Grundarfirði, fimm í Borgarnesi og einn í Búðardal.

Líkar þetta

Fleiri fréttir