Sýnataka vegna Covid-19. Ljósm. kgk.

Metfjöldi nýrra smita greindist á síðasta sólarhring

Í gær greindist metfjöldi kórónuveirusmita í þessari þriðju bylgju faraldursins á þessu ári. Fréttavefur Ríkisútvarpsins greinir frá því að samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum hafi 99 smit verið greind, en þar af voru 59 í sóttkví. Þá greindist eitt virkt smit á landamærunum. Fimmtán eru inniliggjandi á Landspítalanum, fjórir þeirra eru á gjörgæsludeild og þrír af þeim í öndunarvél. “Ekki hafa svo margir greinst með kórónuveirusmit á einum degi síðan í vor þegar 106 greindust með veiruna 24. mars,” segir í frétt RUV.

Sjá nánar í frétt RUV hér.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira