Brúin komin yfir Höskuldsá

Nú í lok september var brúnni yfir Höskuldsá á Hellissandi komið fyrir, en brúna smíðaði Anton Gísli Ingólfsson seinnipart sumars, eins og greint var frá í Skessuhorni. Áður en brúnni var komið fyrir sá B.Vigfússon um að laga til og snyrta árbakkana. Einnig þurfti að koma fyrir vatnslögn í ánni sem er fyrir Saltportið. Árni Jón hjá Þorgeiri ehf. var svo fenginn til að koma brúnni fyrir á sínum stað. Mun hún koma til með að tengja göngustíginn saman sem liggur bakvið gamla frystihúsið og þann sem eftir á að gera í Keflavíkinni, en stígurinn tengist við göngustíginn frá Rifi. Að sögn Davíðs Viðarssonar, byggingafulltrúa hjá Snæfellsbæ, verður haldið áfram framkvæmdum nú í haust.

Líkar þetta

Fleiri fréttir