Fri Porsgrunn við bryggju. Ljósm. frg.

Brotajárn flutt frá Akranesi

Óvenjumikið líf var í Akraneshöfn í dag. Ekki var um að ræða starfsemi tengda sjávarútvegi sem flestir bæjarbúar myndu vilja sjá meira af. Flutningaskipið Fri Porsgrunn, 2.868 brúttótonna skip sem skráð er á Kýpur, lá við bryggju og lestaði brotajárn. Voru fimm gámaflutningabílar í stöðugum ferðum með brotajárnsgáma á milli Akraneshafnar og starfsstöðvar Terru við Höfðasel á Akranesi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir