Ungt framsóknarfólk lýsir vantrausti á ráðherra.

Ungir í SUF lýsa vantrausti á ráðherra

Á sambandsfundi ungra Framsóknarmanna um liðna helgi var samþykkt ályktun þar sem mótmælt er litlu vægi landbúnaðarmála í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og lýst vantrausti á Kristján Þór Júlíusson ráðherra. „Ungt Framsóknarfólk lýsir yfir vantrausti á sitjandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Störf ráðherra á kjörtímabilinu hafa sýnt að ráðherra mismuni málaflokkum með þeim hætti að málefni landbúnaðar sitji á hakanum og sé ekki sinnt. Landbúnaður er grundvallarstoð í íslensku samfélagi sem ekki má detta á milli hluta vegna mismunun ráðherra. Ungu Framsóknarfólki finnst það óásættanlegt að landbúnaðarráðuneytið sé einungis skúffa í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu,“ segir í ályktun fundar SUF.

Líkar þetta

Fleiri fréttir