Óbreytt landamæraskimun til 1. desember

Ríkisstjórnin hefur ákveðið óbreytt fyrirkomulag skimana vegna Covid-19 á landamærum til 1. desember nk, nema að tilefni gefist til endurskoðunar fyrr. Byggist sú ákvörðun á stöðu faraldursins hér innanlands og erlendis og öðrum viðmiðum sem sóttvarnalæknir hefur sett fram, s.s. stöðu skimana fyrir sjúkdómnum í samfélaginu, alvarleika sjúkdómsins, getu heilbrigðiskerfisins, annarra sóttvarnaráðstafana og svo framvegis. Fyrir 1. desember verði fyrirkomulagið metið að nýju með hliðsjón af viðmiðum sóttvarnalæknis.

Líkar þetta

Fleiri fréttir