Í fangelsi fyrir eignaspjöll

Karlmaður var í Héraðsdómi Vesturlands 28. september síðastliðinn dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir eignaspjöll. Manninum var annars vegar gefið að sök að hafa skemmt dyraumbúnað þegar hann braut upp dyr íbúðar í Borgarbyggð í febrúar og hins vegar að hafa í maí valdið skemmdum á lakki bifreiðar með því að setja annan fótinn í framhurð hennar. Maðurinn játaði brot sín skýlaust fyrir dómi en með þeim rauf hann skilorðsbundinn dóm sem hann hlaut í desember 2019. Að því virtu þótti hæfileg refsing ákveðin þriggja mánaða fangelsisvist. Manninum var auk þess gert að greiða þolanda 28 þúsund krónur í skaðabætur og 30 þúsund krónur í málskostnað, auk vaxta, sem og þóknun verjanda síns og ferðakostnað, samtals um 945 þúsund krónur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir