Frá vettvangi. Ljósm. mm.

Eldur í kornþurrkun

Slökkvilið Borgarbyggðar var í morgun kallað út að bænum Laxárholti á Mýrum. Eldur kraumar í kornþurrkun í tanki sem staðsettur er inni í hlöðu. Að sögn Heiðars Arnar Jónssonar varaslökkviliðsstjóra er töluverður staðbundinn eldur í korninu og því erfitt fyrir slökkviliðsmenn að athafna sig. Slökkvilið Borgarbyggðar sendi tiltækan búnað og mannskap en hefur auk þess aðstoð frá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðar sem sendi mannskap og One-Seven slökkvibíl. Heiðar Örn býst við að slökkvistarf muni standa eitthvað fram eftir degi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir