Sumarlestri lokið í Snæfellsbæ

Grunnskóli Snæfellsbæjar, í samstarfi við Bókasafn Snæfellsbæjar, stóð fyrir sumarlestri í fjórða sinn nú í sumar. Markmiðið með sumarlestri er að hvetja börn til lesturs og að njóta góðra bóka ásamt því að viðhalda færni sína í lestri milli skólaára. Að þessu sinni var sumarlesturinn í formi lestrarpóstkorts fyrir 1. til 4. bekk og 5. til 9. bekk þar sem áhersla var lögð á lestur. Alls var lesin 45.621 blaðsíða og hefur þátttaka í sumarlestrinum aukist ár frá ári, en 75 póstkortum var skilað inn að þessu sinni og var dregið úr þeim í síðustu viku.

Að þessu sinni voru veitt peningaverðlaun. Þau sem voru dregin út voru Oliver Mar Jóhannsson í 3. bekk, Ísey Fannarsdóttir í 5. bekk, Stefanía Klara Jóhannsdóttir í 8. bekk og Patrycja Stepinska í 10. bekk.

Líkar þetta

Fleiri fréttir