
Styrkir veittir til nýsköpunar og atvinnuþróunar á Vesturlandi
Styrkjum til nýsköpunar og atvinnuþróunar var úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands í vikunni. Upphaflega stóð til að halda Nýsköpunardag og úthlutunarhátíð, eins og verið hefur undanfarin ár, en sökum aðstæðna í samfélaginu vegna Covid-19 var fallið frá þeim áformum.
Engu að síður voru veittir 19 styrkir til nýsköpunar og atvinnuþróunar, samtals að fjárhæð 16.325.000 kr. Samtals bárust 24 umsóknir í sjóðinn að þessu sinni. Eftirfarandi verkefni hlutu styrk, raðað eftir styrkupphæð:
Lífplast fyrir matvæli úr alginati brúnþörunga | Sigríður Kristinsdóttir | 3.000.000 kr. |
Dúnmjúkar | Queen Eider ehf. | 2.300.000 kr. |
Tinsmíði, smíði minjagripa ofl. | Nes sf./Hafdís Brynja Guðmundsdóttir | 1.000.000 kr. |
Menningar- og söguferðaleið í Dölum | Iceland Up Close ehf. | 1.000.000 kr. |
Hágæða gærur og leður. Framhaldsumsókn. | Sláturhús Vesturlands ehf. | 1.000.000 kr. |
Nýsköpunar- og frumkvöðlasetur Dalabyggðar | Dalabyggð | 950.000 kr. |
Markaðssetning smáframleiðenda | Ljómalind ehf. | 750.000 kr. |
Rafræktun | Hólshlíð ehf. | 700.000 kr. |
Stofnun og rekstur nýsköpunar- og skrifstofuseturs í Stykkishólmi | Halldór Árnason | 625.000 kr. |
Project MOX | Egill Hansson | 500.000 kr. |
Laufey | Áskell Þórisson | 500.000 kr. |
Dýflissumeistarar Borgarfjarðar | Samúel Halldórsson | 500.000 kr. |
Öðruvísi upplifanir – Geitalabb, forystufé og vörðuganga | Sigríður Ævarsdóttir | 500.000 kr. |
Tröllagarður – uppbygging | Fossatún ehf. | 500.000 kr. |
Gönguleiðakort í Skorradal | Kristín Sverrisdóttir | 500.000 kr. |
Stofnun Streituskólans á Vesturlandi | Aldís Arna Tryggvadóttir | 500.000 kr. |
Skagafiskur ehf. | Skagafiskur ehf. | 500.000 kr. |
Goðheimar | Muninn kvikmyndagerð ehf. | 500.000 kr. |
Útgerðin Ólafsvík – stafræn þróun á tímum Covid | Rut Ragnarsdóttir | 500.000 kr. |