
Frænkur á ferð um Borgarfjörð
Frænkurnar Kristín Jónsdóttir og Sandra Björk Bergsdóttir hittust nú á dögunum á bílaplani í Borgarnesi þar sem þær voru báðar í sendiferð. Kristín var á á leið í Húsasmiðjuna að sækja járn á Scania bifreið hennar og Tryggva eiginmannsins á Hálsum en hjá Söndru var förinni heitið um sveitir Borgarfjarðar með pakka, en hún starfar sem sendibílstjóri fyrir Júlíus Jónsson í Borgarnesi. Kristín lauk við meiraprófið nú í lok sumars og tekur nú að sér ýmis verkefni fyrir Vélaþjónustuna Hálstak.is auk þess sem hún starfar sem ljósmyndari. „Við ætluðum að fara saman í meiraprófið en það tókst ekki alveg, Sandra klárar það seinna. En við erum báðar með mikla bíladellu,“ segir Kristín í samtali við Skessuhorn.