Bakvarðasveit Landsbjargar leggur mikið til starfsemi félagsins. Ljósm. úr safni.

Bakverðir Landsbjargar orðnir fimm þúsund á árinu

Fimmþúsundasti Bakvörður Landsbjargar á þessu ári gekk á dögunum til liðs við stóran hóp fólks sem styður við starf félagsins með mánaðarlegum framlögum. Í rafrænu fréttabréfi Landsbjargar segir að viðkomandi sé 64 ára karlmaður sem búi í Kópavogi. Gerðist hann Bakvörður með 3.000 króna framlag á mánuði í kjölfar heimsóknar frá fulltrúa félagsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir