Sala á Bleiku slaufinni hafin

Í dag hefst árverkni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands með sölu á Bleiku slaufunni. Um er að ræða árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins til styrktar baráttunni gegn krabbameini hjá konum og rennur allur ágóði af sölu Bleiku slaufunnar beint til krabbameinsrannsókna. Líkt og á síðasta ári er bleika slaufan hálsmen hönnuð af Guðbjörgu Ingvarsdóttur, skartgripahönnuði í Aurum. „Bleika slaufan í ár er umvafin laufum sem tákna persónulegan þroska og bleiki liturinn vísar til kærleika og mikilvægi þess að líta inn á við,“ segir Guðbjörg. Slaufan kostar 2.900 krónur og er hægt að kaupa hjá fjölmörgum söluaðilum um allt land og í vefversluninni bleikaslaufan.is.

Líkar þetta

Fleiri fréttir