Nagladekk eftir aðstæðum

Lögreglunni á Vesturlandi hafa borist nokkrar tilkynningar um slæma færð undanfarna viku, til dæmis frá einum sem lenti í basli sunnanmegin á Bröttubrekku á miðvikudaginn í síðustu viku. Sömuleiðis hefur lögregla fengið margar fyrirspurnir um notkun nagladekkja og vill árétta að í reglum segir að þrátt fyrir að reglur segi að notkun nagladekkja sé almennt heimil eftir 1. nóvember þá sé í reglunum klausa sem kveði skýrt á um að ökumenn megi búa bíl sinn miðað við aðstæður. Ef fólk á erindi um leiðir þar sem færð kallar á nagladekk þá er leyfi til þess til staðar í reglum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir