Lilja Björg Ágústsdóttir, forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar. Ljósm. úr safni/ ss.

Brúin til framtíðar hefur reynst vel í Borgarbyggð

Verkefnið Brúin til framtíðar er aðgerðaráætlun sem Borgarbyggð hefur unnið að í samstarfi við KPMG í þeim tilgangi að setja langtímamarkmið í fjármálum sveitarfélagsins. Að sögn Lilju Bjargar Ágústsdóttur, forseta sveitarstjórnar Borgarbyggðar, hefur verkefnið reynst vel í sveitarfélaginu og átt þátt í að algjör viðsnúningur hefur átt sér stað í fjármálum sveitarfélagsins síðustu ár. Eftir efnahagshrunið haustið 2008 hrundi einnig fjárhagur Borgarbyggðar og árið 2010 var ákveðið að leggjast í töluverða vinnu til að rétta af hallareksturinn. Nokkur árangur náðist en svo árið 2014 var ákveðið að setja enn meiri kraft í vinnuna og í því skyni farið í verkefnið Brúin til framtíðar.

Í Skessuhorni vikunnar er rætt við Lilju Björgu um aðferðafræðina á bakvið Brúna til framtíðar og þann árangur sem af verkefninu hefur hlotist í Borgarbyggð. Önnur sveitarfélög hafa nú lýst áhuga á að innleiða þessa aðferðafræði í sinni áætlanagerð.

Líkar þetta

Fleiri fréttir