Bæjarfélagið frestar leigugreiðslum af Kirkjuhvoli

Bæjarráð Akraness tók á síðasta fundi sínum fyrir erindi frá Stay West, varðandi rekstur Kirkjuhvols. Húsið er sem kunnugt er í eigu Akraneskaupstaðar en undanfarin ár hefur ferðaþjónustufyrirtækið Stay West leigt það og rekið þar gistiþjónustu.

Bæjarráð samþykkti á fundinum að fresta leigugreiðslum út árið og að væntanlegt uppgjör taki mið af tekjum rekstraraðilans á tímabilinu. Fulltrúar Framsóknarflokks og Samfylkingar voru þessu samþykkir og var bæjarstjóra falið að útfæra samkomulag við rektraraðilann vegna málsins. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í bæjarráði var á móti afgreiðslu málsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir