Sigurður á „selfie“ mynd á leik á Anfield. Finninn Sami Tuomas Hyypiä mættur líka.

„Ástandið hundfúlt fyrir alla knattspyrnuunnendur“

„Þetta hófst í raun allt með því að ég keypti miða á leik Liverpool á vafasamri vefsíðu haustið 2009. Fékk þó miðann á endanum og skemmti mér vel enda vann Liverpool 6:1 sigur á Hull City. Sá sem afhenti mér miðann benti mér á að umrædd vefsíða væri ótraust og næst þegar ég hefði áhuga á að fara á völlinn skyldi ég hafa beint samband við hann. Þannig hófust tengsl mín við ungan mann í Liverpool, sem hefur ekki aðeins orðið samstarfsmaður heldur einnig mjög góður og traustur vinur,“ segir Sigurður Sverrisson fyrrum útgefandi og bóksali á Akranesi, sem nú er búsettur ytra og starfar við skipulagningu ferða á knattspyrnuleiki og sölu miða.

Rætt er við Sigurð í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir