Svipmynd af æfingunni þar sem nýja píanóið var afhent. Ljósm. þa.

Ónefndur velgjörðarmaður gaf Ólafsvíkurkirkju píanó

Ólafsvíkurkirkju barst góð gjöf á dögunum. Var henni fært píanó af gerðinni Yamaha. Nýja hljóðfærið verður í safnaðarheimili Ólafsvíkurkirkju og mun leysa af hólmi eldra píanó sem þjónað hefur sókninni og kirkjukór Ólafsvíkur vel og lengi. Kórinn æfir einu sinni í viku í safnaðarheimilinu. Var því vel við hæfi að píanóið væri afhent á kóræfingu og tók Gunnsteinn Sigurðsson við gjöfinni fyrir hönd sóknarnefndar en gefandinn óskaði eftir að verða ekki nefndur á nafn. Vilja félagar í kirkjukórnum og sóknarnefnd Ólafsvíkurkirkju koma á framfæri kæru þakklæti fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

Líkar þetta

Fleiri fréttir