Frá Landsmótinu á Hólum. Ljósm. LH.

Landsmót hestamanna 2026 verður á Hólum

Stjórn Landssambands hestamannafélaga hefur ákveðið að Landsmót hestamanna 2026 verði haldið á Hólum í Hjaltadal. Þegar heimsfaraldurinn Covid19 skall á var mótið sem halda átti á Rangárbökkum í sumar fært til ársins 2022 og að sama skapi var mótið sem halda átti hjá Spretti í Kópavogi 2022 fært til 2024. Nú hefur stjórn LH ákveðið að ganga til samninga við Hestamannafélagið Skagfirðing. Landsmót var síðast haldið á Hólum 2016. „Það er mjög jákvætt fyrir aðdáendur íslenska hestsins um allan heim að fyrir liggur ákvörðun um staðsetningu næstu þriggja landsmóta, 2022, 2024 og 2026,“ segir í tilkynningu stjórnar LH.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.