Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem Ísland. Ljósm. kgk.

„Hef mikla trú á þessum hópi og þessari verksmiðju“

Álfheiður Ágústsdóttir tók við starfi forstjóra Elkem Ísland nú um miðjan mánuðinn. Hún var áður framkvæmdastjóri fjármála og innkaupa hjá fyrirtækinu en hefur starfað hjá Elkem frá 2006, fyrst í framleiðslunni og síðar á fjármálasviði. Hún sinnti ýmsum störfum hjá fyrirtækinu samhliða námi í reikningshaldi og endurskoðun en hefur verið í fullu starfi hjá Elkem undanfarin ellefu ár. Álfheiður er fædd og uppalin í Grundarfirði og býr ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum þeirra á Akranesi.

Blaðamaður Skessuhorns hitti Álfheiði að máli síðdegis á mánudaginn og ræddi við hana um nýja starfið og helstu verkefni Elkem Ísland. Sjá Skessuhorn sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir