Fullir á golfbíl

Haft var samband við Neyðarlínu um klukkan tvö að nóttu síðastliðinn mánudag og óskað eftir aðstoð sjúkrabíls, vegna manns sem hafði fallið af bensínknúnum golfbíl skammt fyrir utan Borgarnes. Er hann talinn hafa fótbrotnað við fallið auk þess sem hann var með skurð á höfði. Var hann fluttur undir læknishendur. Þrír voru á golfbílnum og eru þeir allir grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Voru mennirnir tveir sem ekki slösuðust handteknir og færðir á lögreglustöðina á Akranesi þar sem þeir voru síðan látnir gefa skýrslu. Golfbíllinn var fluttur á stöðina í Borgarnesi til skoðunar. Málið er til rannsóknar lögreglu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir