Flutningabíll þverar þjóðveginn norðan Grundartanga – UPPFÆRT: Búið að opna veginn

Flutningabíll þverar nú þjóðvegi 1 norðan við Grundartanga, en sunnan Akrafjallsvegar, eftir að hafa oltið þar í morgun. Umferð er beint um Akrafjallsveg á meðan unnið er á vettvangi.

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað út kl. 10:30 í morgun vegna óhappsins, þar sem olía hafði lekið úr bílnum. Vísir hefur eftir Jens Heiðari Ragnarssyni slökkviliðsstjóra að ekki hafi verið um árekstur að ræða. Þá hafi ekki borist fregnir um slys á fólki.

Uppfært kl. 15:01:

Búið er að opna þjóðveg 1 norðan Grundartanga á nýjan leik, að því er fram kemur á yfirlitskorti Vegagerðarinnar yfir færð og veður á vegum landsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir