Björgin kemur með Ólaf til hafnar i hádeginu í gær. Ljósm. þa.

Ólafur Bjarnason fékk pokann í skrúfuna

Um klukkan 11:30 í gærmorgun barst björgunarsveitinni Lífsbjörgu í Snæfellsbæ útkallsbeiðni á björgunarbátinn Björgu. Dragnótarbáturinn Ólafur Bjarnasson SH hafði fengið pokann í skrúfuna þar sem hann var á veiðum um tvær og hálfa sjómílu út af Ólafsvík. Vel gekk að koma taug milli skipanna og gekk heimferðin vel í fremur hægu veðri. Var Björgin komin með Ólaf til hafnar í Ólafsvík um klukkan 13. Víðir Haraldsson kafaði að skrúfu skipsins í gær og var Ólafur Bjarnason klár til veiða í morgun.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.