Efni dælt til nýrrar landfyllingar. Ljósm. tfk.

Dæluskipið Sóley komið aftur í Grundarfjörð

Dæluskipið Sóley er mætt aftur til Grundarfjarðar þar sem unnið er að dýpkun hafnarinnar við nýja kantinn. Skipið sogar upp úr botninum við nýju bryggjuna og dælir svo efninu ofan í nýju landfyllinguna við Framnes. Áætlað er að skipið verði í Grundarfirði eitthvað fram í vikuna en framkvæmdin hefur gengið vel til þessa.

Líkar þetta

Fleiri fréttir