Sýnataka vegna Covid-19. Ljósm. kgk.

22 nú með Covid-19 á Vesturlandi

Á Vesturlandi eru nú 22 í einangrun með Covid-19 og 64 í sóttkví, samkvæmt nýjum upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi. Smituðum hefur fjölgað á Akranesi og Stykkishólmi frá því í liðinni viku. Í Hólminum eru nú 13 með greind smit og 20 í sóttkví. Á Akranesi eru 8 í einangrun og 30 í sóttkví. Einn er í einangrun í Borgarnesi og níu manns í sóttkví. Þá eru fjórir í sóttkví í Ólafsvík og einn í Grundarfirði, en ekkert staðfest smit á þessum stöðum. Búðardalur er eina héraðið á Vesturlandi þar sem ekkert smit er og enginn í sóttkví.

Líkar þetta

Fleiri fréttir