Leikjum í Domionsdeild kvenna frestað vegna Covid smits

Vefurinn karfan.is greinir frá því að allir leikmenn KR og Keflavíkur í Dominosdeild kvenna séu komnir í sóttkví eftir að COVID-19 smit greindist hjá öðru liðinu. Liðin áttust við í fyrstu umferð deildarkeppninnar í liðinni viku. Samkvæmt heimildum karfan.is kom smitið upp eftir leik liðanna í fyrstu umferð og þurfa því leikmannahópar beggja hópa að fara í sóttkví. Í næstu umferð átti KR að mæta Val og Keflavík átti að mæta liði Skallagríms. Búið er að fresta báðum viðureignum sem fara áttu fram 3. október.

Sjá karfan.is 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir