Fimmtíu ár frá flugslysinu í Mykinesi í Færeyjum

Þann 26. september árið 1970 rakst TF-FIL, Fokker Friendship vél Flugfélags Íslands, á fjallið Knúk á eyjunni Mykines í Færeyjum. Slysið varð skömmu fyrir áætlaða lendingu á flugvellinum í Vogi. Skall vélin niður í hlíðar fjallsins með þeim afleiðingum að flugstjórinn, Bjarni Jensson, og sjö færeyskir farþegar fórust. 26 sem um borð voru björguðust, sumir mikið slasaðir. Kraftaverk þótti að svo margir hefðu lifað af brotlendinguna.

Vélin hafði verið í áætlunarflugi frá Kaupmannahöfn með millilendingu í Björgvin í Noregi, en veðuraðstæður voru slæmar í Færeyjum. Þrír færeyskir farþegar sem sluppu lítt meiddir gengu klukkutíma leið um óbyggt fjallendi að Mykinesþorpi til að gera viðvart. Fóru þá flestir íbúar þorpsins á slysstað til að liðsinna slösuðum en björgunarþyrla komst ekki strax á vettvang vegna þoku.

Færeyska sjónvarpið rifjaði slysið upp í gær, eins og sjá má hér.

Líkar þetta

Fleiri fréttir