Thelma Lind Smáradóttir sálfræðingur.

Virkni fólks er ofboðslega mikilvæg

Thelma Lind Smáradóttir hóf störf sem sálfræðingur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands fyrir tveimur vikum síðan, mánudaginn 7. september. „Ég er bara alveg nýbyrjuð,“ segir Thelma í samtali við Skessuhorn. „Núna starfa ég aðallega með börnum og unglingum en mun að líkindum starfa með ungmennum einnig og jafnvel fullorðnum þegar fram líða stundir,“ segir hún um sínar fyrstu vikur í starfi.

Starfsstöð Thelmu er á heilsugæslunni í Borgarnesi og var hún ráðin til eins árs. „Vegna Covid-19 var ákveðið að fjölga sálfræðingum á heilsugæslustöðvum landsins. Ég kem þar inn og er ráðin í eitt ár,“ segir Thelma, sem er ekki í vafa um að þörf hafi verið á slíku. „Ég held að við þekkjum mörg hver hvað virkni er ofboðslega mikilvæg. Þegar fólk má gera minna en venjulega er mjög algengt að því fari að líða verr, bæði þeim sem eiga það til að vera kvíðnir eða þungir og svo þeim sem eru fullfrískir. Ég myndi halda að ástandið hafi áhrif á alla,“ segir hún.

Nánar er rætt við Thelmu Lind í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir