Þrettán nú smitaðir á Vesturlandi

Lögreglan á Vesturlandi var að birta tölur um fjölda smitaðra af Covid 19 í landshlutanum. Þeir eru nú 13 talsins og þar af 11 í Stykkishólmi. Einn er smitaður á Akranesi og á starfssvæði HVE í Borgarnesi hefur einn smitaður bæst í hópinn frá í gær. Í sóttkví í landshlutanum eru nú 102; 24 í Stykkishólmi, 7 í Grundarfirði, 2 í Ólafsvík, 15 í Borgarnesi og 54 á Akranesi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir