Suðaustan hvassviðri eða stormur fylgir lægðarkomu í nótt

Spáð er suðaustan 13-18 m/s með hviðum yfir 30 m/s staðbundið við Faxaflóa seint í kvöld og til morguns, enn hvassara verður við Breiðafjörð, eða 18-25 m/sek og upp í 40 m í hviðum. Veðurstofan hefur því gefið út gula viðvörun vegna roks og úrkomu sem lægðinni fylgir. „Slíkar aðstæður skapa hættu þeim ökutækjum sem viðkvæm eru fyrir vindi,“ segir í tilkynningu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir