Sýni tekið. Ljósm. úr safni/ kgk.

Sóttkvíarskimun á Akranesi

Fyrr í dag gafst fólki sem hafði verið sjö daga í sóttkví vegna Covid-19 kostur á að mæta í sýnatöku á Akranesi. Skimunin fór fram á sjúkrabílastöðinni við Þjóðbraut. Þar stóðu vaktina þau Rósa Marinósdóttr, sviðsstjóri hjúkrunar á heilsugæslusviði Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, Gísli S. Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga og Fannar Sólbjartsson sjúkraflutningamaður.

Þar gátu þeir sem höfðu verið boðaðir í skimun eftir sjö daga í sóttkví og fengið strikamerki sent í símann gefið sýni milli kl. 13:00 og 14:00. Biðröð hafði myndast fyrir utan áður en hafist var handa við sýnatökuna en þeim Rósu, Fannari og Gísla vannst verkið hratt og áður en langt um leið var biðröðin að engu orðin. Á þeim tæpa klukkutíma sem Skessuhorn fylgdist með voru tekin milli 15 og 20 sýni, en sem kunnugt er hafði stór hópur frá Akranesi verið sendur í sóttkvíarskimun í Reykjavík á þriðjudeginum áður.

Líkar þetta

Fleiri fréttir