Stjórnsýsluhúsið í Hvalfjarðarsveit.

Sólveig ráðin félagsmálastjóri

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á síðasta fundi sínum að ráða Sólveigu Sigurðardóttur í starf félagsmálastjóra. Um er að ræða fullt starf, tímabundið til eins árs. Um mánaðamótin rennur út samstarfssamningur við Akraneskaupstað um félagsþjónustu, barnavernd og málefni fatlaðra. Um var að ræða eins árs tilraunasamning, með þriggja mánaða framlengingu. Í tillögu sem sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti kemur fram að vel hafi verið staðið að fagþjónustunni samkvæmt samningnum. Hins vegar hafi samtal um áframhaldandi samstarf ekki borið árangur. „Hvalfjarðarsveit hefur því ákveðið að ráða, tímabundið til eins árs, Sólveigu Sigurðardóttur í 100% starf félagsmálastjóra,“ segir í fundargerð, þar sem sveitarstjórn þakkar jafnframt Akraneskaupstað fyrir gott samstarf og samvinnu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir