Fjölbrautaskóli Vesturlands. Heimavist nemenda fremst á mynd. Ljósm. mm

Reiknar með eðlilegu skólahaldi í næstu viku

Steinunn Inga Óttarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, stefnir á að skólahald verði með eðlilegu móti í næstu viku og að bóknámsnemendur megi þá mæta að nýju í skólann sinn. „Eins og staðan er núna í smitútbreiðslu hér á Skaga tel ég ekki ástæðu til að halda úti fjarkennslu lengur í FVA. Ef smitum fjölgar ekki í dag og um helgina hefjum við staðbundna kennslu á mánudaginn kemur, 28. september,“ skrifar Steinunn Inga í pósti til nemenda skólans. „Allir nota þá grímu (afhent í skólanum) og við hvikum hvergi frá okkar skýru sóttvarnarreglum, sem eru 1 m fjarlægð, hægri umferð á göngum, spritta borðin, spritta milli sóttvarnarhólfa og þvo sér um hendur. Þannig getum við saman forðað útbreiðslu og dregið úr hættu á smiti.“ Þá vekur hún athygli á að á mánudaginn verður aukið við sótthreinsun á snertiflötum í opnum rýmum í skólanum yfir daginn. „Munum að þetta er langhlaup sem krefst þols og seiglu og við ætlum að komast í alla leið,“ skrifar Steinunn Inga.

Líkar þetta

Fleiri fréttir